Nýjung - Tapas frá Tertugallerí

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Við hjá Tertugallerí kynnum enn eina nýjungina í vöruúrvali okkar – dásamlega bragðgóðar tapas snittur. Um er að ræða fimm mismunandi tapas snittur, meðal annars gómsæta vegan tapas snittu. Allar tapas snitturnar okkar eru á olíupensluðu og ristuðu baguette brauði með fullkomlega samsettu áleggi sem er sannkölluð hátíð fyrir bragðlaukanna.

Sem dæmi um ljúffengu tapas snitturnar okkar má til dæmis nefna tapas snittu með hunangsristaðari skinku og piparosti, papriku og parmesan osti. Ljúffenga snittan með tapas skinku og camembert, vínberjum, rifsberjahlaupi og parmesan osti er ekki síður líkleg til þess að slá í gegn á fundinum, í fermingunni eða hvaða veislu sem stendur fyrir dyrum.

Skoðaðu úrvalið, nýttu tækifærið og pantaðu þessar gómsætu tapas snittur á frábæru kynningarverði frá 295 kr. stk. Athugið að lágmarkspöntun er 6 snittur sömu tegundar.

 

Pantaðu tímanlega

Allar tertur frá Tertugalleríinu eru afgreiddar nýbakaðar. Afgreiðslufrestur undir venjulegum kringumstæðum er 2-3 sólarhringar. Hafa ber í huga að afgreiðslufresturinn getur lengst með skömmum fyrirvara og lokast fyrir þá daga í pöntunardagatalinu. Þegar gengið er frá pöntun þarf að velja á hvaða klst. er sótt til okkar í Tertugalleríið í Skeifuna 19.

Til að fá vöru afhenta á laugardegi eða sunnudegi þarf að panta hana í síðasta lagi fyrir klukkan 16:00 á fimmtudegi, með fyrirvara um að ekki sé búið að loka fyrir pantanir.

 

 


Deila þessari færslu← Eldri færsla Nýrri færsla →