Stutt í HM. Pantaðu súkkulaðitertu með þínu liði

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Flest eigum við það sameiginlegt að eiga okkur einhver sameiningartákn en líklegast eru íþróttafélög landsins, eins fjölbreytt og þau eru, vinsælust til að flagga hollustu okkar og liðsanda. Þar er líka af nógu að taka en talið er að ríflega fimm hundruð íþróttafélög starfi á Íslandi. Varla er til sá þéttbýliskjarni á landinu sem ekki státar af að minnsta kosti einu íþróttafélagi.

Samkvæmt UMFÍ sýna rannsóknir einnig að þátttaka í skipulögðu íþróttastarfi hefur ýmis jákvæð áhrif á líðan og hegðun barna og ungmenna. Í því starfi sameinast ungir sem aldnir við bæði leik og störf með sameiginleg markmið að leiðarljósi.

Fátt dregur hinsvegar betur fram baráttuandann en stórmót og framundan er eitt það allra stærsta og vinsælasta, HM í fótbolta karla og fer mótið fram í Katar í nóvember. Þar bætast við landslið sem við höldum gjarnan með til viðbótar við okkar eigið. 

Á vinnustöðum landsins er vinsælt að veðja á útkomu leikjanna og í aðdraganda opnunarleiks munu fótboltaunnendur hvetja sín lið.

Alveg sama hvaða íþrótt sem þú veðjar á, þá er gaman að sýna liðinu hollustu og koma á óvart með því að panta súkkulaðitertu með merki liðsins og hrista aðeins upp hversdagsleikanum.

Hleyptu smá fjöri í vikukaffið og flaggaðu þínu liði!

Deila þessari færslu← Eldri færsla Nýrri færsla →