Vantar þig smá sætt með fyrir afmælið?

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Yfir sumarmánuðina er mikið við að vera hjá flestum og margir á flandri. Ekki einungis getur verið erfitt að fá aðstoð við veisluna vegna sumarleyfa heldur er tímafrekt að fá á hreint hve margir mæta.

Það er því um að gera að létta sér lífið dálítið með smá hjálp frá Tertugalleríinu en við bjóðum allskonar góðgæti sem hægt er að panta til að hafa með í veislu með stuttum fyrirvara, t.d. þegar fjölskyldan sér að mestu sjálf um veisluhöldin.

Hjá okkur fást kransabitar, kleinur og kleinuhringir, skúffubitar, bollakökur, gulrótarbitar, möndlukökur og auðvitað makkarónur en allt er þetta hentugt í veislur og kaffiboð og geymist nægilega vel til að hægt sé að njóta veitinganna daginn eftir.

Léttu þér lífið dálítið og pantaðu svolítið sætt með afmælisveislunni hér!

Deila þessari færslu← Eldri færsla Nýrri færsla →