Bjóddu mini-möndlukökur til að gleðja börnin í skólabyrjun

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Eins og landsmenn hafa tekið eftir síðustu daga eru skólarnir byrjaðir. Ungviðið er mætt í grunnskólana og unga fólkið mætir í mennta- og háskólana. Umferðin er tekin að þéttast og það fer því ekkert á milli mála að rútína vetrarins er hafin.

Þegar börn hefja skólagöngu er þess yfirleitt beðið með eftirvæntingu. Fróðleiksfús mæta börnin á fyrsta skóladaginn og hitta kennara og aðra nemendur og eignast ef til vill nýja vini.

Á slíkum tímamótum er tilefni til að fagna og það gæti því verið þjóðráð að panta mini-möndlukökur og bjóða nýjum vinum í léttar veitingar til að styrkja vinskapinn. Framundan er 7 ára vegferð í grunnskólanum með nýjum vinum og mikilvægt að styrkja vináttuna. Oft er sagt að lengi búi að fyrstu gerð og því er kjörið að hlúa að ungviðinu þessa fyrstu daga lærdóms og nýrra vina.

Pantaðu bara tímanlega.

Deila þessari færslu← Eldri færsla Nýrri færsla →