Pantaðu kransaköku fyrir Menningarnótt 20. ágúst!

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Þeir eru ekki mjög margir tyllidagarnir á haustmánuðunum og því er full ástæða til að gera sér dagamun við öll hugsanleg tækifæri. Gleðigöngunni er nýlokið og það þýðir að næst er komið að Menningarnótt en þá er einmitt tilvalið að gerast dálítið menningarleg og kynda upp fyrir gott kvöld með vinum og ættingjum með því að bjóða í "high tea".

Fátt er hátíðlegra en kransakökur og kransabitar en við hjá Tertugalleríinu bjóðum glæsilegar kransakörfur í tveimur stærðum, kransaskál, ósamsettar kransakökur og allskonar kransabita.

Sláðu upp flottu teboði með freyðivíni og kransakökum fyrir Menningarnótt, mundu bara að panta tímanlega og skemmta þér fallega.

Deila þessari færslu← Eldri færsla Nýrri færsla →