Það er alltaf tilefni þess að fá sér tertu!
Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann
Það eru óteljandi tilefni til að fagna, bæði stórum og smáum áföngum í lífi einstaklinga sem og í rekstri fyrirtækja. Tilefnin koma í öllum stærðum og gerðum, allt frá fyrstu tönn til skemmtilegra áfangasigra og hvert þeirra er verðugt þess að njóta með öðrum. Þegar þú vilt gera eitthvað sérstakt úr því þá eru tertur og aðrir veisluveigar frá Tertugalleríinu fullkomin leið til að fanga augnablikið.
Þeir sem hafa þegar kynnst Tertugalleríinu vita af ríkulegu úrvali köku- og tertugerða sem við bjóðum upp á, allt frá klassískum súkkulaðitertum, dásamlegum gulrótarkökum til ljúffengra brauðtertna sem segja sögu við fyrstu sneið.
Terta getur sagt meira en mörg orð. Terta getur getur tjáð ást og þakklæti, merkt tímamót eins og útskrift, fermingu eða brúðkaup og jafnvel verið hluti af því að fagna rekstraráföngum í fyrirtækjum, nýjum samstarfssamningum eða vel heppnuðu verkefni. Viðskiptavinir okkar eru duglegir við að fagna og gleðjast sama hvert tilefnið er.
Við hjá Tertugalleríinu viljum alltaf bjóða upp á ferskar og bragðgóðar vörur þannig að þú og gestir þínir fáið að upplifa okkar bestu gæði. Við leggjum því mikla áherslu á að tertur, eins og ferskar matvörur, eru bestar þegar þær eru nýjar – semsagt alveg nýbakaðar.
Allar kökur og tertur Tertugallerísins eru ferskvörur sem þýðir að þær eru bakaðar sama dag og afhending fer fram, svo þeirra megi njóta þegar þær eru ferskastar og með mestu gæðin fyrir bragðlaukana.
Á vefsíðu okkar eru óteljandi tertur, kökur og aðrar veisluveigar sem við teljum tilvaldar til að fagna með. Skoðaðu endilega fjölbreytta og ljúffenga úrval okkar hér!
Pantaðu tímanlega
Tertugallerí hefur í mörg ár boðið frábærar og ljúffengar veisliuveigar á hagstæðu verði. Við mælum eindregið með því að þú pantir tímalega. Afgreiðslufrestur á venjulegum dögum eru 2-3 dagar og ef þú ætlar að panta fyrir helgi þá þarftu að gera það fyrir klukkan 14:00 á fimmtudegi.
Afhending og ábyrgð
Það er okkur hjá Tertugalleríinu mikið kappsmál að afgreiðsla pantana sé alltaf rétt og að vörurnar okkar standist væntingar viðskiptavina. Liður í að tryggja það er að viðtakendum er alltaf sýnd varan við afgreiðslu og farið er fram á að móttakandi staðfesti að um rétta afgreiðslu sé að ræða hvort sem það er sami aðili og pantaði eður ei.
Á opnunar- og afgreiðslutíma er alltaf bakari á vakt sem brugðist getur við og lagfært eða breytt ef misskilningur hefur orðið eða afgreiðsla er ekki í samræmi við það sem pantað var. Eftir að vörur hafa verið sýndar og móttakandi veitt þeim viðtöku eru pantanir ekki lengur á ábyrgð Tertugallerís.
Ef einhverja hluta vegna pöntun er ekki sótt fyrir lokun er reikningur sendur á viðkomandi þar sem varan hefur verið framleidd samkvæmt ósk kaupanda.
Deila þessari færslu
- Merki: Gleðja Tilefni