Tertugallerí Myllunnar
Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann
Þeir sem ætla að ganga í hjónaband í sumar eru flestir komnir vel á veg með skipulagninguna, enda í mörg horn að líta og margt sem þarf að ákveða. Við hjá Tertugallerí bjóðum upp á gullfallegar og gómsætar brúðartertur á einkar hagstæðu verði.
Gott úrval
Brúðkaup eru fallegir og skemmtilegir viðburðir sem fólk man alla ævi. Mikilvægt er að vanda vel til allra hluta og maturinn skiptir miklu. Skoðaðu úrvalið okkar af brúðartertum og finndu réttu tertuna fyrir ykkur.
Pantaðu tímanlega
Allar tertur frá Tertugalleríinu eru afgreiddar nýbakaðar. Afgreiðslufrestur undir venjulegum kringumstæðum er 2-3 sólarhringar. Hafa ber í huga að afgreiðslufresturinn getur lengst með skömmum fyrirvara og lokast fyrir þá daga í pöntunardagatalinu. Þegar gengið er frá pöntun þarf að velja á hvaða klst. er sótt til okkar í Tertugalleríið í Skeifuna 19.
Til að fá vöru afhenta á laugardegi eða sunnudegi þarf að panta í síðasta lagi fyrir klukkan 16:00 á fimmtudegi, með fyrirvara um að ekki sé búið að loka fyrir pantanir.
Deila þessari færslu
- Merki: brúðarterta, brúðkaup, gifting, terta, tertur