Þú færð veisluveigar fyrir ættarmótið hjá Tertugallerí
Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann
Það er fátt sem toppar tilfinninguna þegar fjölskyldan kemur saman á ættarmóti. Á ættarmóti er tækifæri til að endurnýja tengslin, rifja upp sögur forfeðra okkar og njóta þess að vera saman með fólkinu sem maður er skyldur. Þetta eru yfirleitt dagar sem eru uppfullir af sögum, hlátri, leikjum og ævintýrum sem gera minningarnar skemmtilegar. Börnin leika sér saman og fullorðna fólkið fær að hittast í afslöppuðu andrúmslofti og allir finna hvernig samhugurinn styrkist.
Þessar samkomur eru líka frábær leið til að kynnast nýjum ættingjum sem maður hefur kannski aldrei hitt áður og fjölskyldutengsl geta orðið að nýjum vináttuböndum og dýrmætum tengslum.
Á ættarmótum er glens og gaman og gegna veisluveigar mikilvægu hlutverki. Við hjá Tertugalleríinu vitum að það er að mörgu að huga þegar þú ert að skipuleggja ættarmót og erum með fullt af bragðgóðum veisluveigum sem er tilvalið fyrir ættarmótið þitt. Við viljum veita þér nokkrar hugmyndir sem eru vinsælar að panta hjá okkur í tengslum við ættarmót.
Marengstertur
Við hjá Tertugalleríinu mælum með Marengstertum okkar en þær þykja sérstaklega hentugar fyrir þá sælkera sem elska stökka áferð sem bráðnar í munni og veitir sælutilfinningu. Við bjóðum upp á þrjár mismunandi bragðtegundir af marengsbombum, hver annarri ljúffengari.
Marengsbomban okkar er einstaklega falleg púðursykurmarengsterta með rjómafyllingu. Skreytt með marengsbitum, karamellu, súkkulaði og ferskum berjum. Marengsbomban fæst í 15 og 30 manna stærðum. Við hjá Tertugalleríinu heitum þér því að hún mun slá í gegn!
Hrísmarengsbomban okkar er 15 manna bomba úr tveimur lögum af púðursykursmarengs með hrískúlum og vanillurjóma með kokteilávöxtum á milli. Hrísmarengsbomban er síðan hjúpuð með rjómasúkkulaðiganas og toppuð með Nóa kroppi. Þessi bomba er algjör hamingju hvellur hjá þeim sem elska Nóa Kropp!
Banana- og kókosbomban er 15 manna marengsveisla. Þessi ljúffenga terta er í senn stökk og mjúk. Mýktin kemur úr kókossvampbotni með súkkulaði, rjóma og banönum meðan stökki hlutinn inniheldur mulinn púðursykursmarengs með súkkulaðiganas. Þegar kemur að vinsældum banana- og kókosbombunnar á veisluborðinu skiptir aldurinn engu máli!
Brauðtertur og rúllutertubrauð
Það verður varla íslenskara en að bjóða upp á brauðtertu á ættarmótinu. Við hjá Tertugalleríinu bjóðum upp á þrjár mismunandi tegundir af brauðtertum með skinku-, túnfisk- og rækjum. Það er hægt að fá brauðterturnar 16-18 manna, eða 30-35 manna.
Rúllutertubrauðin okkar eru líka vinsæl og er sérstaklega hentugt að bjóða upp á þau samhliða brauðtertunum. Við bjóðum upp á tvær tegundir af rúllutertubrauðum, með skinku og aspas fyllingu og pepperoni fyllingu.
Á vefsíðu okkar eru óteljandi tertur, kökur og aðrar veisluveigar sem við teljum tilvaldar til að fagna með á ættarmótinu þínu. Skoðaðu endilega fjölbreytta og ljúffenga úrval okkar hér!
Pantaðu tímanlega
Tertugallerí hefur í mörg ár boðið frábærar og ljúffengar veisliuveigar á hagstæðu verði. Við mælum eindregið með því að þú pantir tímalega. Afgreiðslufrestur á venjulegum dögum eru 2-3 dagar og ef þú ætlar að panta fyrir helgi þá þarftu að gera það fyrir klukkan 14:00 á fimmtudegi.
Afhending og ábyrgð
Það er okkur hjá Tertugalleríinu mikið kappsmál að afgreiðsla pantana sé alltaf rétt og að vörurnar okkar standist væntingar viðskiptavina. Liður í að tryggja það er að viðtakendum er alltaf sýnd varan við afgreiðslu og farið er fram á að móttakandi staðfesti að um rétta afgreiðslu sé að ræða hvort sem það er sami aðili og pantaði eður ei.
Á opnunar- og afgreiðslutíma er alltaf bakari á vakt sem brugðist getur við og lagfært eða breytt ef misskilningur hefur orðið eða afgreiðsla er ekki í samræmi við það sem pantað var. Eftir að vörur hafa verið sýndar og móttakandi veitt þeim viðtöku eru pantanir ekki lengur á ábyrgð Tertugallerís.
Ef einhverja hluta vegna pöntun er ekki sótt fyrir lokun er reikningur sendur á viðkomandi þar sem varan hefur verið framleidd samkvæmt ósk kaupanda.
Deila þessari færslu
- Merki: Brauðréttir, marengsterta, rúllutertubrauð, Ættarmót