Toppaðu veisluborðið með smáréttum

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

 

Nýverið kynntum við Gulrótar- og Skúffubita en nú er hægt að panta enn eina nýjungina - litla og gómsæta kransabita!
Það er fátt betra en kransakökur og eru litlu kransabitarnir einstaklega skemmtilegir í veisluna. Skoðaðu allar kransakökurnar okkar hér og hafðu í huga að nýju kransabitarnir eru minni en kransablómin.

Litlu Gulrótar- og Skúffubitarnir okkar eru tilvaldir fyrir veisluna. Gulrótarbitarnir eru með þéttum gulrótartertubotn og ljúffengu rjómaostakremi, toppað með appelsínugulum súkkulaðispónum. Skúffubitarnir eru dásamlega klassískir með þéttum og mjúkum súkkulaðitertubotni, dökku kremi og súkkulaðiskrauti.

Það skiptir ekki máli hvert tækifærið er, gómsætar og gullfallegar snittur er alltaf frábær hugmynd. Við bjóðum upp á gómsætt úrval af tapas- og kokteilsnittum en þær eru einmitt á tilboðsverði til 30. maí næstkomandi. Þú getur skoðað allt um sérstaka fermingartilboðið okkar hér!


Auðveldaðu þér fyrirhöfnina á næsta boði og toppaðu veisluborðið með smáréttum.

Pantaðu tímanlega
Afgreiðslufrestur á venjulegum dögum eru 2-3 dagar. Ef þú ætlar að panta fyrir helgi þá þarftu að gera það fyrir klukkan 14:00 á fimmtudegi. Á miklum álagstímum, eins og fyrir fermingar, er betra að gefa okkur eins langan fyrirvara og þú getur, til að öruggt sé að við getum annað þinni pöntun.
Athugaðu að afgreiðslufrestur getur lengst verulega á þessu tímabili. Tertugalleríið áskilur sér rétt til að loka fyrir pantanir ef fyrirliggur að eftirspurn verði ekki annað. Tryggðu þér tertu í tíma. Pantaðu tímanlega.


Deila þessari færslu



← Eldri færsla Nýrri færsla →