Ferskbakað til að njóta samdægurs

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Tertur, eins og flestar aðrar matvörur, eru ferskastar og bestar þegar þær eru alveg nýjar. Allar tertur Tertugallerísins eru ferskvörur, bakaðar sama dag og afhending fer fram svo þeirra megi njóta þegar þær eru ferskastar.

Það er því klárt, að best er að neyta þeirra samdægurs og því gott að hafa það í huga þegar tertur eru pantaðar. En, stundum eru afgangar og við viljum enga matarsóun heldur. Hvað gerum við þá? Það er nefnilega ekki svo einfalt og því höfum við tekið saman örfá góð ráð fyrir þig.

Hefðbundnar tertur eins og brúntertur með kremi borgar sig ekki að setja aftur í ísskáp eftir að þeim hefur verið leyft að hitna til neyslu, eða þær teknar úr kæli. Ástæðan er sú að það flýtir fyrir því að þær þorni upp þar sem sterkja í deiginu ýtir rakanum út þegar terta er endurkæld.

Þetta á líka við um brauðterturnar frá Tertugalleríinu því brauð missir ferksleika á svipaðan hátt og brúntertubotn. Það er t.d. betra að frysta brúnterturnar ef það á að geyma þær heldur en að setja afgangana aftur í ískápinn.

Rjómatertur er í raun ekki hægt að geyma nema tapa miklum ferskleika og gæðum fljótlega. Rjómi og krem harðnar, botn og marengs blotnar og litir renna út. Rjómatertur er hinsvegar vel hægt að neyta daginn eftir en gæðin verða mun lakari. Rómartertur ætti hinsvegar alltaf að geyma við kælihitastig, 0-4°.

Njótum ferskleikans sem best með því að borða terturnar frá Tertugalleríinu samdægurs!


Deila þessari færslu



← Eldri færsla Nýrri færsla →