Veistu muninn á köku og tertu?

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

„Kanntu brauð að baka? Já, það kann ég. Svo úr því verði kaka?“ Svona hefst barnalag sem allir þekkja og hafa sungið ótal sinnum. Mörgum börnum þykir þetta skondinn texti – hvernig gerir maður brauð úr köku. Kannski er þetta ekki svo fjarstæðukennt því samkvæmt orðabókinni er „kaka: ókryddað brauð oftast flatt og kringlótt: flatkaka, rúgkaka, soðkaka eða sætt (kryddað) brauð með ýmsu lagi, sætur bakaður réttur sem í er oft sulta, ávextir, rjómi, súkkulaði o.fl.: eplakaka, rjómakaka, smákaka.“ En hvað er þá terta? Og hver er munurinn á tertu og köku?

Við hjá Tertugalleríinu erum sammála orðabókarskilgreiningunni á tertu: „Lagkaka, kaka (oft skrautleg) sett saman úr tveimur eða fleiri lögum með t.d. sultu eða rjóma á milli: rjómaterta, marengsterta.“ Þar höfum við það. Kannski mætti segja að allar tertur séu kökur en ekki eru allar kökur tertur. Kaka verður sumsé að tertu þegar annað (eða þriðja og fjórða) lag bætist ofan á. Dæmi um kökur eru þá til dæmis Myllu Möndlukakan vinsæla en dæmi um tertu er þessi dýrindis marsipanterta með skrauti, mynd og texta.

Það er gaman að skoða sig um á heimasíðu Tertugallerís og uppgötva ótrúlegt úrval sem þar leynist og bíður þess að skreyta borðið þitt. Við bjóðum allt frá kleinuhringjum og bollakökum upp í stærðarinnar marsipantertur. Hjá okkur er engin lágmarkspöntun en engin hámarkspöntun heldur. Það eina sem gildir er að panta tímanlega, alla jafna er 2 – 3 daga pöntunarfrestur en hann getur lengst ef álagið er mjög mikið.


Deila þessari færslu← Eldri færsla Nýrri færsla →