Haldið upp á baráttudag verkalýðsins með tertusneið

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Fyrsti maí, frídagur verkalýðsins, rennur upp á föstudag. Á þessu ári eru 126 ár síðan þing evrópskra verkalýðsfélaga í París samþykkti tillögu Frakkar um að gera 1. maí að alþjóðlegum frídegi verkafólks. 1. maí á langa sögu. Gott er að fagna deginum með tertusneið frá Tertugalleríinu. Hvað má bjóða þér?

Uppruna þess að 1. maí varð að hátíðisdegi verkamanna má rekja aftur til þess þegar Frakkar lögðu það til á þingi evrópskra verkalýðsfélaga í París árið 1889 að nota daginn til fjöldafunda og fylgja eftir kröfum um að vinnudagurinn yrði átta klukkustundir. Aðrar kröfur um umbætur voru sömuleiðis lagðar fram.

Fyrsti dagur sumars í Evrópu
Það er engin furða að 1. maí varð fyrir valinu sem dagur verkalýðsins. Á vefsetri Alþýðusambands Íslands (ASÍ) segir að 1. maí eigi sér rótgróna hefð í suður Evrópu og verið táknrænn fyrir lok vetrar og upphaf sumars. Á hinum Norðurlöndunum táknaði dagurinn upphaf sumars. Kirkjan helgaði daginn dýrlingnum Valborgu en það var ensk prinsessa, trúboði og abbadís í Þýskalandi. Valborgarmessu er enn fagnað 1. maí í Svíþjóð.

Hefð hefur verið fyrir því hér á landi síðan árið 1923 að fara í kröfugöngu 1. maí. Þeir sem stefna á að fara í kröfugöngu ættu að passa að klæða sig vel enda stefnir í að það verði skýjað víða nema á NA-landi á degi verkalýðsins.

Það er við hæfi eftir að heim er komið úr kröfugöngu að fá sér gott í gogginn eða bjóða þeim sem fóru í kröfugönguna eitthvað gott að snæða.

Pantið tímanlega
Við höfum tekið saman nokkrar gómsætar vörur fyrir þá sem fagna vilja baráttudegi verkalýðsins með ljúfmeti. Við mælum sérstaklega með hrísmarengsbombunni , sem dugar fyrir fimmtán manns! Eplakakan er líka góð. Það sama má segja umblínis sem eru mjúk og ótrúlega bragðgóð t.d. með smá sýrðum rjóma og kavíar. Skoðaðu úrvalið af tertum og smakkaðu á góðgætinu. En mundu að panta tímanlega.

Opið er í afgreiðslu Tertugallerísins föstudaginn 1. maí frá 10-12. Opið er á sama tíma á laugardag og sunnudag líka.

Ekki er hins vegar hægt að afhenda tertur á föstudag til mánudags ef pöntun berst eftir klukkan 16 fimmtudaginn 30 apríl.

Næsti afgreiðsludagur er þriðjudagurinn 5. maí.


Deila þessari færslu



← Eldri færsla Nýrri færsla →