Heiðrið mömmu með tertu
Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann
Mæðradagurinn rennur upp á sunnudag. Þetta er alþjóðlegur dagur mæðra þótt hann sé ekki haldinn á sama degi um allan heim. Á mæðradaginn heiðra börn óeigingjarnt starf mæðra sinna með ýmsum hætti. Það er fallega gert að bjóða móður sinni upp á gómsæta tertu í tilefni dagsins.
Það er fátt fallegra en að heiðra móður sína, konuna sem viðheldur lífinu mann fram af manni, og hefur áhrif á komandi kynslóðir.
Það var einmitt kona sem var upphafsmaður þess að halda mæðradaginn hátíðlegan. Konan hét Anna Jarvis. Móðir hennar, Ann Reeves Jarvis, var virkur friðarsinni og hjúkrunarkona sem lét landamæri og víglínur ekki trufla sig þegar hlúa þurfti að særðum í borgarastríðinu í Bandaríkjunum á 19. öld og talaði fyrir úrbótum í heilbrigðismálum.
Ann þessi lést árið 1905 á Vestur-Virginíu. Dóttir hennar vildi halda merki hennar á lofti og í raun allra mæðra og réðst í viðamikið átak til að fá því framgegnt og skrifaði fjölda þingmanna bréf til að kynna hann.
Átakið skilaði árangri og var mæðradagurinn haldinn í fyrsta sinn í nokkrum fylkjum Bandaríkjanna árið 1910. Árið 1914 staðfesti svo Woodrow Wilson, þáverandi forseti Bandaríkjanna, að sérstökum mæðradegi verði framvegis fagnað annan sunnudaginn í maí á hverju ári.
Ekki leið langur tími þar til farið var að halda upp á mæðradaginn utan Bandaríkjanna en Hjálpræðisherinn talaði fyrir honum í öðrum löndum.
Mæðradagurinn var fyrst haldinn á Íslandi á vegum Mæðrastyrksnefndar árið 1934. Í fyrstu var hann haldinn fjórða sunnudaginn í maí. Ekki tókst að festa hann í sessi fyrr en árið 1980 en þá var ákveðið að halda mæðradaginn hátíðlegan annan sunnudaginn í maí rétt eins og í Bandaríkjunum.
Það má gera ýmislegt til að gleðja móður sína á mæðradaginn. Margir kaupa blóm og fallega tertu til að bjóða upp á með kaffinu. Við höfum tekið saman nokkrar tillögur að tertum sem gætu slegið í gegn hjá mæðrum landsins.
Munið að panta tímanlega. Það getur tekið 2-3 daga að afgreiða hverja pöntun.
Deila þessari færslu
- Merki: mæðradagur, mæðradagurinn