Meira úrval í steypiboðunum
Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann
Það hefur færst í vöxt að vinkonur bjóði til veislu hér á landi í tilefni af því að stallsystir þeirra á von á sér eða nýbúin að eiga. Veislur sem þessar eru nýlunda hér en hafa tíðkast um aldir víða um heim. Iðulega er boðið upp á gómsætar tertur í veislunum.
Rekja má uppruna steypiboða allt aftur til daga Forn-Egypta og Forn-Grikkja. Bæði Forn-Egypta og Grikkir fögnuðu fæðingu barnsins. Bæði móðir og barn þurftu að halda sig til hlés í mislangan tíma og fékk nánasta fjölskylda ekki að hitta þau fyrr en eftir viku og jafnvel meira. Þetta var meðal annars gert af heilbrigðisástæðum. Í Íran nútímans tíðkast enn að fjölskylda nýbakaðra foreldra fá ekki að hitta móður og barn fyrr en tíu dögum eftir fæðinguna.
Það var ekki fyrr en á tímum Viktoríu Englandsdrottningar sem steypiboð í anda nútímans litu dagsins ljós. Ástæðan var reyndar mjög í anda tímabilsins. Konur áttu í lengstu lög að koma í veg fyrir að á þeim sæist og helst ekki að láta á nokkru bera fyrr en eftir fæðinguna. Eftir að barnið var komið í heiminn héldu vinkonur nýbakaðrar móður teboð í tilefni af fæðingunni.
Á tímum Viktoríu Englandsdrottningar tíðkaðist að gefa nýbakaðri móður handgerða muni, saumaskap og þess háttar. Á uppgangstímunum eftir seinni heimsstyrjöld tóku gjafirnar miklum breytingum, þær urðu efnismeiri, dýrari og steypiboðin meiri að umfangi.
Við hjá Tertugalleríinu bjuggum nýverið til tertur sem tilvaldar eru fyrir steypiboðin. Við efndum til leiks um nafnið á tertunum og heita þær hinu fallega nafni Ljósálfur.
Nú hafa tvær dýrindis tertur bæst í hópinn. Það eru Gæfutertan og Barnalán. Báðar terturnar er hægt að fá ýmist í bláum lit eða bleikum.
Kíktu á terturnar sem eru í boði á vefnum okkar. En mundu að hefðbundinn afgreiðslufrestur er 2-3 dagar og getur verið lengri á álagstímum.
Deila þessari færslu
- Merki: barnalán, gjafaveisla, gæfuterta, ljósálfur, Steypiboð