Fáðu afmælistertuna hjá Tertugalleríinu

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Láttu setja texta á afmælitertuna.Er afmæli á döfunni hjá einhverjum í fjölskyldunni? Við hjá Tertugalleríinu eigum gómsætar afmælistertur sem henta afmælisveislunni hvort sem um barnaafmæli eða fullorðinsafmæli er að ræða. Kíktu á úrvalið hjá okkur og pantaðu afmæliskökuna frá Tertugalleríinu.

Það er alltaf mikill handagangur í öskjunni þegar halda skal upp á barnaafmælið. Og það þekkja þeir sem hafa haldið upp á barnaafmæli að í mörg horn er að líta.

Það þarf að útbúa boðkort, ákveða gestafjöld, skipuleggja leiki og svo þarf auðvitað að huga að aðalatriðinu, sjálfri afmæliskökunni en þar komum við hjá Tertugalleríinu til sögunnar.

Hjá Tertugalleríinu færðu afmælistertur með einföldum súkkulaðitertubotni með súkkulaði, skreytt með lakkrís, M&M, ávaxtahlaupi og brúnu smjörkremi.

Fyrir þá sem halda upp á stórafmæli eigum við einnig girnilegar kransakökur sem hæfa tilefninu, enda færðu afmælistertuna hjá Tertugalleríinu.

Skoðaðu úrvalið og pantaðu afmælistertuna frá Tertugalleríinu.


Deila þessari færslu← Eldri færsla Nýrri færsla →