Af hverju þessi nafnleynd fram að skírn?

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Láttu setja nafn skírnarbarnsins á skírnartertuna.Þótt fæstir muni eftir eigin skírnarveislum eru þær nú einn af merkustu áföngum í lífi manneskjunnar þegar hún er með formlegum hætti tekin inn í samfélag kristinna manna. Láttu okkur um að sjá um terturnar í skírnarveislunni meðan þú annast undirbúning skírnarinnar.

Á árum áður var algengast að fólk léti skíra börn sín í kirkju en á undanförnum árum hefur það rutt sér æ meira til rúms að skírnin fari fram á heimili fjölskyldunnar.

Á Vísindavef Háskóla Íslands kemur fram að sjálf skírnin sé ekki nafngift heldur trúarleg athöfn. Með skírninni gengur einstaklingurinn inn í ríki Jesú Krists sem hreinsar hann og gerir hann að þegn í ríki sínu en sú þegnskylda er síðan staðfest af einstaklingnum við fermingu.

Ennfremur kemur fram að ástæða fyrir nafnleynd barnsins fram að skírn var að koma í veg fyrir að eitthvað óhreint eða ljótt væri tengt barninu uns það væri falið Jesú í skírnarathöfninni.

Sé skírnarveislan haldin í heimahúsi er fallegur siður að foreldrarnir og skírnargestir syngi nokkra fallega sálma að athöfn lokinni.

Eins og alltaf þegar fólk kemur saman til að samgleðjast eða halda upp á eitthvað skiptir meðlætið miklu máli. Og hjá okkur í Tertugalleríinu færðu úrval af ljúffengum tertum við öll tilefni, eins og til dæmis í skírnarveisluna.

Kíktu á úrvalið af skírnartertunum okkar.

 


Deila þessari færslu← Eldri færsla Nýrri færsla →