Afmæli þú átt í dag, útaf því við syngjum lag

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Fróðlegt er að segja að samkvæmt tölum síðan 1853 eiga flestir afmæli á sumarmánuðum. Ágúst er sá mánuður þar sem flestir halda uppá þennan merkisdag, fæðingardaginn sinn. Júlí og september fylgja fast á eftir og eru þessir álíka viðburðaríkir mánuðir. 

Tertugallerí er tilbúið fyrir alla sem ætla að halda uppá fæðingardaginn. Við mælum með gómsætum afmælistertunum okkar, frægu súkkulaðitertunni með mynd og nammi og texta. Það er sniðugt að bæta flottri mynd með uppáhaldsmynd afmælisbarnsins á tertuna sem mun gleðja alla í veislunni.

Við óskum öllum til hamingju með heilladaginn!

Afmæli þú átt í dag,
út af því við syngjum lag
sama daginn sem er nú,
sannarlega fæddist þú.

:,: Til hamingju með heilladaginn þinn!
Heillakarlinn minn! / Heillakerlingin! :,:

Allt þér gangi vel í vil
vertu áfram lengi til
allt þér verði hér í hag,
höldum upp á þennan dag.

:,: Til hamingju með heilladaginn þinn!
Heillakarlinn minn! / Heillakerlingin! :,:

Lag eftir Atla Heimi Sveinsson og texti eftir Þórarinn Eldjárn


Deila þessari færslu← Eldri færsla Nýrri færsla →