Fagnaðu brúðkaupsafmælinu með tertu frá Tertugalleríinu

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Að undanförnu höfum við hjá Tertugalleríinu fjallað um brúðkaup í fréttunum okkar, enda eigum við úrval af brúðartertum fyrir öll verðandi brúðhjón.

Þegar haldið er upp á stóra viðburði í lífinu, líkt og brúðkaup, er oft venjan sú að halda einnig upp á brúðkaupsafmælið en þau hafa hvert sitt nafn fyrstu 15 árin og svo á fimm ára fresti.

Fyrsta brúðkaupsafmælið er kallað pappírsbrúðkaup, fimm ára brúðkaupsafmælið trébrúðkaupsafmæli, 10 ára tinbrúðkaupsafmæli. Hér má sjá lista yfir heiti brúðkaupsafmæla.

Þegar hjón hafa náð þeim áfanga að hafa verið gift í 25 ár er talað um silfurbrúðkaupsafmæli, gullbrúðkaupsafmælið við 50 árin og svo loks gimsteinabrúðkaupsafmæli fyrir þau sem hafa verið gift í 75 ár.

Það er góður siður að halda upp á brúðkaupsafmæli og vilja flestir gera vel við sig á þessum merkilega degi. Þar sem brúðkaupsafmælin eru kennd við ýmsa hluti eru flestir sem gefa gjafir tengda því ári sem fylgir árinu sem brúðkaupsafmælið er.

Þegar brúðkaupsafmælið kemur upp, mælum við hjá Tertugalleríinu sérstaklega með því að fá sér tertu, en hjá okkur færðu tertur sem henta öllum tilefnum og það á svo sannarlega einnig við um brúðkaupsafmælið.

Pantið tímanlega

Tertugalleríið hefur í mörg ár boðið upp á gott úrval af frábærum veisluveigum á hagstæðu verði fyrir útskriftarveislur. Veldu þínar veisluveigar og leyfðu okkar að liðsinna þér við undirbúninginn. Við mælum með því að þið skoðið úrvalið okkar og pantið tímanlega.

Afgreiðslufrestur á venjulegum dögum eru 2-3 dagar og ef þú ætlar að panta fyrir helgi þá þarftu að gera það fyrir klukkan 14:00 á fimmtudegi.

Athugið að á álagstímum getur afgreiðslutími lengst.


Deila þessari færslu



← Eldri færsla Nýrri færsla →