Marengsbomba í grillveisluna
Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann
Sumarið er sá tími sem einna skemmtilegast er að kalla fjölskylduna saman og gera sér glaðan dag. Það er tilvalið að grilla saman og bjóða svo upp á ljúffenga tertu í eftirrétt. Þá er um að gera að hafa tertuna sumarlega og þær verða varla sumarlegri terturnar en Marengsbomba frá Tertugallerí.
Marengsbomban fæst bæði 15 manna og 30 manna. 15 manna tertan er hringlaga en sú 30 manna er rétthyrnd. Þessi æðisgengna bomba er púðursykursmarengsterta með rjómafylling. Hún er skreytt með marengsbitum, karamellu, súkkulaði og ferskum berjum. Það stenst þessa Marengsbombu enginn!
Hér getur þú kynnt þér 15 manna tertuna betur og hér sérðu 30 manna tertuna. Skoðaðu svo síðuna okkar og sjáðu hvort þú finnur ekki eitthvað fleira ljúffengt til að lauma með í pöntunina.
Allar tertur frá Tertugalleríinu eru afgreiddar nýbakaðar. Afgreiðslufrestur undir venjulegum kringumstæðum er 2-3 sólarhringar. Hafa ber í huga að afgreiðslufresturinn getur lengst með skömmum fyrirvara og lokast fyrir þá daga í pöntunardagatalinu. Þegar gengið er frá pöntun þarf að velja á hvaða klst. er sótt til okkar í Tertugalleríið í Skeifuna 19.
Til að fá vöru afhenta á laugardegi eða sunnudegi þarf að panta í síðasta lagi fyrir klukkan 16:00 á fimmtudegi, með fyrirvara um að ekki sé búið að loka fyrir pantanir.
Afgreiðslutímar Tertugallerís eru eftirfarandi:
Virkir dagar kl. 8-14
Laugardagar kl. 9-12
Sunnudagar kl. 9-12
Deila þessari færslu
- Merki: marengsterta, terta, tertur