Ómótstæðileg rúllutertubrauð sem þjóðin elskar

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Til að gera gott kvöld enn betra með fólkinu þínu er fátt vinsælla en ilmandi heit og bragðgóð rúllutertubrauð. Alltaf þegar þær eru settar fram heitar, slá þær í gegn. Ómótstæðilega góðar og klárast alltaf upp í hvert skipti.

Nú sendum við rúllutertubrauð heim og með fylgir rifinn ostur.

Það eina sem þarf að gera er að sáldra ostinum sem fylgir yfir rúllutertubrauðið og hita í ofni þar til osturinn er orðinn fallega gullinnbrúnn. Við bjóðum upp á gómsætt Rúllutertubrauð með skinku og aspas og Rúllutertubrauð með pepperoni.

Við sendum þér heim án endurgjalds ef þú pantar fyrir 5000 kr. eða meira!

Heimsending er aðeins í boði á höfuðborgarsvæðinu. Við keyrum út milli 11-16 alla virka daga. Pantaðu fyrir kl. 14 alla daga og þú færð vöruna senda heim til þín daginn eftir. Ath! Þú þarft að panta fyrir kl. 14 á fimmtudegi í síðasta lagi til að fá afhent um helgar.

Við höfum tekið saman vörur sem henta til heimsendingar þegar fáir eru heima. Það er til dæmis tilvalið að hafa smurbrauð einn daginn og svolítið sætt á eftir.

Það er svo auðvitað gott að hafa smá sætt með. Við mælum með kleinuhringi með súkkulaði eða karamellu.


Deila þessari færslu



← Eldri færsla Nýrri færsla →