Undirbúðu stórkostlegt kvöld - fáðu sent heim!

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Það er alltaf góður tími til að gera sér og öðrum glaðan dag og í dag er hægt að finna uppá allskyns tilefni. Fyrir utan afmæli og eða útskrift sem er að sjálfsögðu besti tíminn til að gera sér glaðan dag með vörum frá Tertugalleríinu, þá er til dæmis hægt að halda uppá uppáhalds keppni fjölskyldunnar. Pantaðu súkkulaðitertu með nammi, texta og mynd af tilefninu.

Tilefnin geta verið mismunandi; sá eða sú sem las flestar bækur yfir ákveðin tíma; sá eða sú sem yrkti lengsta ljóðið; sá eða sú sem vann uppáhalds spil fjölskyldunnar. 

Það er allt hægt og gott er að gera sér og öðrum glaðan dag með því að fá kræsingar frá Tertugalleríinu sendar heim eða til ástvina.

Úrvalið í heimsendingu er mikið, fyrir öll tilefni og fyrir alla. Við erum með klassíska súkkulaðitertu með nammi og marsípanmynd og kleinuhringi með karamellu og eða súkkulaði sem koma 10 stk í kassa. Sérlega góð hugmynd er að bjóða uppá sneiðar með Roast Beef, Karrýsíld eða Rækjum. Það er af nógu að taka! Skoðaðu kræsingarnar, pantaðu í dag fyrir þitt tilefni og fáðu sent heim!  

 

Við sendum þér heim án endurgjalds ef þú pantar fyrir 5000 kr. eða meira!

Heimsending er aðeins í boði á höfuðborgarsvæðinu. Við keyrum út milli 11-16 alla virka daga. Pantaðu fyrir kl. 14 alla daga og þú færð vöruna senda heim til þín daginn eftir. Ath! Þú þarft að panta fyrir kl. 14 á fimmtudegi í síðasta lagi til að fá afhent um helgar.

Við höfum tekið saman vörur sem henta til heimsendingar þegar fáir eru heima. Það er til dæmis tilvalið að hafa smurbrauð einn daginn og svolítið sætt á eftir.

 

 


Deila þessari færslu← Eldri færsla Nýrri færsla →