Allt fyrir Eurovision veisluna laugardaginn 22. maí
Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann
Nú styttist óðum í aðal keppnina í Eurovision. Við bíðum spennt fyrir laugardagskvöldinu. Óhætt er að segja að Eurovision sé fastur liður í íslenskri menningu og erum við hjá Tertugalleríinu með fjöldan allan af veitingum tilvöldum í Eurovision veisluna. Áfram Ísland.
Heillaðu gestina með litríkum og ljúffengum snittum og gómsætri súkkulaðitertu með íslenska fánanum. Tapas snitturnar okkar slá einfaldlega alltaf í gegn og eru þær tilvaldar í Eurovision veisluna. Við bjóðum upp á fimm mismunandi tegundir af tapas snittum en þar á meðal má að sjálfsögðu finna vegan valkost. Við bjóðum einnig upp á dásamlegar kokteilsnittur. Um er að ræða sjö gerðir af kokteilsnittum, þar á meðal tvo vegan valkosti.
Nógu mikið er í húfi fyrir Eurovision, auðveldaðu þér fyrirhöfnina og pantaðu veitingarnar frá Tertugalleríinu!
Deila þessari færslu
- Merki: 22. maí, Eurovision, kokteilsnittur, kökur, súkkulaðiterta með ís, súkkulaðiterta með íslenska fánanum, tapassnittur, tertur